Ađ ferđast létt:

Ég hjólađi um međ lágmarksfarangur í fyrradag.  Aftan á hjólajakkanum eru ţrír vasar og í ţeim var: Sími, viđgerđarsett, gleraugnahulstur, 3 uppţvottaburstar, tannbursti, tannkrem, debetkort, USB-kubbur, aukapedalar, bankarćningjagríma, 2 matarkex, lyklar, auđkennislykill. Var ég ađ klikka á einhverju?
Síđan var sumardags-fyrsta-hjólatúr á Nesjavelli í gćr međ öllum hjólafélögum og ţríţrautarliđi, ég held ađ viđ höfum veriđ fjörtíuogeitthvađ.  Fórum Mosfellsheiđi uppeftir og Nesjavallaleiđ til baka, frábćrt veđur, ógeđslega margar brekkur, fokdýrt en vel ţegiđ pasta á Nesjavöllum, brekkur dauđans upp frá Nesjavöllum (hefđi veriđ fínt ađ vera óţreytt í ţeim en hafđi ţađ samt upp hjólandi, margir létu sér nćgja ađ reiđa hjóliđ...).  Ég byrjađi reyndar túrinn á hópfalli í Árbćnum (ţegar einn dettur ţá detta allir), gaur fyrir framan Hauk rakst í nćsta fyrir framan (sem sveigđi fyrir hann) og datt, Haukur lenti á honum og ég á Hauki (mjúk lending) og er međ fínt marblettasafn en slapp samt bara vel.
Annars er ţađ af uppeldinu ađ frétta ađ sólberjagrćđlingarnir 115 dafna vel, komnir međ fullt af stćđilegum laufblöđum og fá ađ fara út á daginn.  Ţađ er fullt af krúttlegum kálspírum í einum bakka og glittir í rófu- og blađlauksspírur líka.  Bíđ spennt (og ţiđ öll líka) eftir ađ eitthvađ gerist hjá birkifrćjunum og svo ćtla ég ađ sá basiliku, gulrótum og radísum í dag...

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað er málið með 3 uppþvottabursta? 

Sibba (IP-tala skráđ) 20.4.2007 kl. 21:40

2 Smámynd: Lára Bryndís Eggertsdóttir

Nú, ég rakst bara á akkúrat réttu uppţvottaburstana ţegar ég keypti mér í svanginn, var búin ađ leita lengi...

Lára Bryndís Eggertsdóttir, 21.4.2007 kl. 17:03

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband