17.4.2007 | 17:03
Svöl eða ekki svöl?
Ég á í dálitlum vandræðum með kúlheit mín. Ég var nefnilega að kaupa mér sólgleraugu með styrkleika og þau eru hrikalega flott og ég æðislega töff með þau og sjálfsmyndarmælirinn rýkur í 10 (heyrist bliiiinnnngggg) um leið og ég set þau upp. En svo er það almenningsálitið, eins og allir vita þá er kúl að vera með sólgleraugu við réttar aðstæður, t.d. þegar það er sól, hins vegar er það í flestum tilfellum lummó og vonnabíkúl-legt að vera með sólgleraugu þegar það er augljóslega ekki þörf á þeim, t.d. þegar það er rigning eða innandyra. Það er líka yfirleitt halló að vera með sólgleraugun í hárinu þegar það er augljóslega engin ástæða til að vera með þau þar. Eini sjensinn að geta verið með sólgleraugu þegar það er engin ástæða til að vera með þau og vera samt kúl er ef maður er bara ógeeeeeðslega kúl að eðlisfari og í flestum tilfellum líka frægur (t.d. poppstjarna) en þá er maður hvorteðer kúl á sólgleraugna og leyfist líka hvorteðer allt.
En snúum okkur aftur að mér og sólgleraugunum mínum. Þegar ég fer út að hjóla á racernum mínum honum Rúdolf þá finnst mér mjög gott að vera með sólgleraugu, ég horfi nefnilega alltaf yfir venjulegu gleraugun mín og sé allt í móðu þegar ég hjóla (af því maður hallast svo mikið fram á racer) og þaraðauki grenja ég stanslaust út af vindinum í augun (af því að ég hjóla svo hratt, sjáiði til), það vandamál er skylt horvandamálinu góða. Sólgleraugun eru prýðileg lausn á hvorutveggja, en þá er ég í svolitlum vandræðum ef það er ekki sól. T.d. fór ég í vinnuna í morgun í sól og blíðu og var geðveikt kúl með sólgleraugun en svo kom allt í einu hríð og kúlheitin hrundu algjörlega. Svo kem ég í búð og er geðveikt kúl í sólinni fyrir utan búðina en labba svo inn og þá er þrennt í stöðunni: Vera áfram með sólgleraugun og mjög ókúl af því að ég er inni, taka þau niður og sjá ekki neitt (af því að þau eru með styrkleika) eða taka þau niður og grafa venjulegu gleraugun upp úr bakpokanum og það er alveg glatað ef ég er inni í búðinni í 1 mínútu. Sjitt hvað á ég að gera? Ég held að ég sofi ekki neitt næstu nætur. Kannski ef ég gerist bara geeeeeðveikt kúl að eðlisfari (og kannski fræg í leiðinni) verður þetta allt í lagi og ég get alltaf verið með sólgleraugun.
Athugasemdir
Þetta hor-og gleraugnavandamál er farið að vera óyfirstíganlegt! Ef þú slepptir því að hjóla svona hratt... þá myndirðu ekki lenda í þessum vandamálum
Gunnhildur Daðadóttir, 18.4.2007 kl. 21:25
Lára, ég held ég sé kominn með ideallausn fyrir þig. Fáðu þér járnsuðuhjálm, biddu optikerinn um að setja styrkleika í glæra glerið og láta þig fá mismunandi dökk gler í litaða hlutann. Með einu handfangi getur þú "dregið frá", þ.e. tekið sólgleraugun af en glæru eru alltaf til staðar. Horið rennur ofan í munn í stað þess að fara út á kinnar og þá getur þú endurnýtt afurðina. Svo meiðir þú þig ekki ef þú dettur á andlitið, þar sem hjálmurinn nær niður fyrir höku. Snilldarlausn þótt ég segi sjálfur frá
Eyþór Ingi Jónsson (IP-tala skráð) 20.4.2007 kl. 08:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.