8.4.2007 | 16:12
Páskablogg
Það hljómar soldið lónlí að sitja ein við tölvuna á páskadag en ég hef það aldeilis fínt (vááá... ein í afneitun), eftir að hafa mætt í páskamorgunverð í Hallgrími, sungið eina messu, tekið með heim afgang af heitu súkkulaði, hlustað á h moll messuna og saumað út þá sofnaði Ágúst (aldrei þessu vant) svo ég fór fram í eldhús og rakst á tölvugreyið. Þá rifjaðist upp fyrir mér að það átti að taka blaðaviðtal við mig fyrir löngu út af Leiðsöguskólanum, það fór þannig fram að blaðakall mætti og tók myndir og sagði svo "ég sendi ykkur síðan tölvupóst með nokkrum spurningum". Auðvitað er ég heillengi að svara nokkrum spurningum, miklu lengur en ef hann hefði bara spurt á staðnum, fyrir utan að það tekur mig tvær vikur að druslast til að gera það! En auðvitað verður viðtalið miklu gáfulegra fyrir vikið. Það hefur verið haft eftir mér svo mikið bull í blöðunum gegnum árin (ég er svo mikið seleb), það besta er þegar kom fram að ég ætti eitt skópar úr hverri skóbúð bæjarins en ég hafði svarað spurningunni "áttu einhverja uppáhalds skóbúð?" með "neeeeeiii, ég á yfirleitt bara eitt par úr hverri".
Síðan líður að því að ég taki fram rauðu garðvinnuvettlingana sem Ágúst gaf mér í afmælisgjöf. Ég fór nefnilega í bíltúr með Mömmu og Hauki bró í gær til Helgu systur mömmu á Flúðum og fékk hjá henni fullt af sólberjarunnagræðlingum. Ég þarf svo að klippa þá til og stinga í potta og koma þeim til. Síðan verður hafin brjáluð ræktun á sumarbústaðalandinu. Ætli fari þá fyrir fuglunum eins og hjá þröstunum við sumarbústað Jónsa og Ólu fyrir norðan á haustin, þá eru berin farin að gerjast, þrestir hakka þau í sig, verða rorrandi fullir og brotlenda hægri vinstri á þakinu, dúnk (rúllirúllirúll), dúnk (rúllirúllirúll)
Athugasemdir
,,...koma þeim til." - híhí, þetta alveg kallaði fram upphátthlátur.
Ælovit hef ég lesið oft og mörgum sinnum sem æl og vit. Ég var smástund að fatta.
Þú manst að ég er til í að leggja hönd á plóg - eða eitthvað annað verkfæri sem þarf að nota í sumarbústaðalandinu í sumar. Jafnvel eitthvað sem er merkt þér með hvítum merkimiða :)
Dagbjört (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 21:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.