Eva! ...eða eitthvað

Ég fór til læknis í dag.  Sat á biðstofunni, svo kom læknirinn fram, horfði í kringum sig, endaði með augnaráðið á mér og galaði "Eva!".  Ég sýndi takmörkuð viðbrögð svo hann bætti við "eða eitthvað".  Þá glotti ég nú og sagðist heita Lára. "Jú, það gæti passað - eða hvað sýnist þér?" sagði hann og rétti mér mjög slæmt ljósrit af mjög slæmri handskrift þar sem stóð hvað næsti sjúklingur átti að heita!

Ég fór líka einu sinni til læknis í Svíþjóð.  Eyþór orgeldrengur (sem ég bjó hjá) hringdi á heilsugæsluna fyrir mig og pantaði tíma.  Hann var heillengi að tyggja nafnið mitt ofan í símadömuna með þeim árangri að þegar ég mætti var ég skráð sem Igpfersdottir.  Ég hét líka Eggjartsdóttir í sálmaskránni í jarðaför nýlega.  Er nafnið mitt svona erfitt?

Talandi um nöfn, það var fjallað um Hollywood-stjörnu-barnanöfn í mogganum um daginn:  "Leikarinn Nicolas Cage á soninn Kal-el en það er einmitt skírnarnafn Súpermanns sjálfs. Erykah Badu og Andre Benjamin úr Out Cast eiga saman soninn Seven Sirius en fyrir á Badu dótturina Puma. Sjónvarpskokkurinn Jamie Oliver á dæturnar Poppy Honey og Daisy Boo og tvö af fimm börnum Sylvester Stallone heita Sage Moonblood og Seargeoh. Þá á Frank heitinn Zappa dæturnar Moon Unit og Diva Muffin.  Vinninginn eiga þó trúlega þau Bob Geldof og Paula heitin Yates sem skírðu dætur sínar þrjár Fifi Trixibelle, Peaches Honeyblossom og Little Pixie. Þess má geta að Yates átti fyrir dótturina Heavenly Hiraani Tiger Lily með Michael Hutchence."

Mannanafnanefnd ætti kannski að opna útibú í Hollywood.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var læknirinn sem þú hittir nokkuð eiginmaður þinn? Ef svo er þá þekki ég góðan ráðgjafa sem sérhæfir sig í nafnablindu. Hann starfar núna í Hollywood!

Ég hélt alltaf að þessi skrýtnu Hollywood nöfn væru til komin vegna þess að þau væru sponsoruð (eða hvað það nú heitir) sbr. Puma. En það verður gaman að sjá þegar Poppy Honey verður orðin ritari sameinuðu þjóðanna, hvort hún tekur upp listamannsnafn. 

orgelstelpa (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 15:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband