Bíð spennt eftir stórslysi...

Segi svona...  Loksins búin að ná mér niður eftir Gufuskála.  Allir orðnir gjörsamlega heilaþvegnir, hugsa eftir ákveðnum vinnuferlum hægri vinstri og bíða spenntir eftir tækifæri til að æfa þekkinguna! Það er bara almennt svekkelsi hjá hópnum að enn sem komið er hafi enginn blánað upp með aðskotahlut í hálsi eða fengið dágott asmakast þar sem ekkert nema adrenalínsprautan getur bjargað (og koffínátín 50-100 mg og prednisólon 40-60 mg).

En svo bættist nýr fjölskyldumeðlimur við Sjafnargötuheimilið í fyrradag, Rúdolf racer! Unaðsfallegur rauður stelpuracer (götuhjól) sem ég fékk notaðan á góðu verði og sparaði mér þar með meirihlutann af 200þúsundkallinum sem ég var alvarlega að hugsa um að eyða í ofurhjól.

Fleira: Er ég ekki sæt dags daglega? Það var nebla tekin mynd af mér og Hörpu í skólanum út af viðtali í einhverju blaði og ég fékk lánað púður og maskara hjá Hörpu (var samt í hjólagallanum) og annar hver maður í bekknum búinn að kommentera á hvað ég sé fín í dag...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með nýja fjölskyldumeðliminn, á eflaust eftir að sjá þig þjóta eins og elding um borgina á næstunni.
Jú Lára þú ert alltaf sæt

Vona að þessi athugasemd komi, reyndi oft að athugasemda við færsluna á undan (að minnsta kosti tvisvar!) og það virkaði ekki

Dagbjört (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 10:35

2 identicon

Ég skal alveg troða drasli í hálsinn á mér og feika gott asmakast ef ég fæ mánaðarskammt af adrenalíni (31 sprautu), koffíni (100 mg x 31 = 3100 mg) og prednisólon, hvað sem það nú er, að launum. Er nú þegar blá í framan að staðaldri þannig að það er ekki vandamál. Til hamingju með notaða fjölskyldumeðliminn. Þú ert mjög sæt daglega (og örugglega við hátíðleg tækifæri líka) fólk er bara staurblint á kosti og fegurð annarra en einblínir stöðugt á eigin handabök. Er enginn stjórnmálaflokkur með ókeypis augnaðgerðir fyrir alla á stefnuskránni hjá sér? En ókeypis koffín fyrir alla Íslendinga eldri en sex mánaða? Held að ég sé að fá asnakast!

orgelstelpa (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 18:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband