17.3.2007 | 15:38
Gufuskálar
Komin á 8 daga fyrsta-hjálp-í-óbyggðum námskeið (Wilderness First Responder) á Gufuskálum, svaka fjör! Var reyndar svaka stuð að komast á staðinn, hitti ekki alltaf á veginn á Fróðárheiðinni, býsna mikill snjór og lítið skyggni (veghefillinn hysjaði okkur upp úr skaflinum)
Markmið námskeiðs: Að gera þátttakendur að vel þjálfaða í fyrstu hjálp. Að þau geti brugðist við slysum og veikindum þegar langt er í sérhæfða aðstoð eða ekki er hægt að kalla á hjálp. Mikil áhersla er lögð á að nota lágmarksútbúnað.Að gera þátttakendur að vel þjálfaða í fyrstu hjálp Að þau geti brugðist við slysum og veikindum þegar langt er í sérhæfða aðstoð eða ekki er hægt að kalla á hjálp. Réttur til þátttöku : Hafa grunnþjálfun björgunarsveitarmanna og hafa starfað í að minnsta kosti 2 ár í björgunarsveit. Hafa lokið námskeiðunum Fyrsta hjálp 1 og 2. Lágmarksaldur 20 ára á því ári sem námskeiðið er haldið. Lengd námskeiðs : 72 klst. á 8 dögum en tekin er einn frídagur á miðju námskeiði Námsgögn : Fyrsta hjálp í óbyggðum, Wilderness First Responder Lecture Notes, , Wilderness First Responder Workbook, Wildrness Medical Association Field Guide. Uppbygging námskeiðs : Fyrirlestrar og skrifleg verkefni fyrir hádegi, sýnikennsla og verklegar æfingar eftir hádegi.Námsþættir á námskeiði : Þríhyrningakerfið, endurlífgun, blóðrásarkerfið, öndurkerfið, taugakerfið, stoðkerfið, húðin, meltingarkerfið, þvagkerfið, ýmsir áverkar, flutningur og handtök við flutning slasaðra, eitranir, bráðir sjúkdómar, fæðingahjálp, köfunarveiki eða háfjallaveiki, óbyggðabjörgun og hugsanleg vandamál á fjöllum
Svo er ég búin að fá sjálfstraustið aftur eftir ömurlega þrekprófið um daginn (10% - LOW), gerði bara eins og ameríkanarnir og fékk 2nd opinion, þ.e. tók öðruvísi þrekpróf "Fire Fighter Test" og fékk út þrek = 90% - SUPERIOR!! Ég best, þarf greinilega ekkert að bæta mig, ætla að hætta að æfa. (Tók samt hjólið og gönguskíðin með upp á Gufuskála). Ætla svo að verða slökkviliðsmaður þegar ég verð stór.
Athugasemdir
Hljómar skemmtilega, en hvenær varst þú í björgunarsveit??? "Hafa grunnþjálfun björgunarsveitarmanna og hafa starfað í að minnsta kosti 2 ár..." Það fór alveg fram hjá mér!!!
Gunnhildur Daðadóttir, 18.3.2007 kl. 15:11
Eða vera í gönguleiðsögn í leiðsöguskólanum...
Lára Bryndís Eggertsdóttir, 18.3.2007 kl. 18:58
Varstu nokkuð í bakkgír á Fróðárheiðinni Lára mín? Eða var þetta kannski hluti af námskeiðinu, athuga hvort þú værir fær um að bregðast við óhappi á fjöllum?? En hvernig er það, er ekki búið að rífa niður mastrið ógurlega sem var þarna? Datt í hug að þú myndir annars reyna að klifra þar upp
Eyþór Ingi Jónsson (IP-tala skráð) 19.3.2007 kl. 18:11
Mastrið er sko aldeilis á sínum stað, horfi á það ágirndaraugum, alla 400 metrana...
Lára Bryndís Eggertsdóttir, 20.3.2007 kl. 10:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.