6.3.2007 | 22:39
Allir með strætó?
Ekki veit ég hvað er langt síðan ég steig upp í strætisvagn á Íslandi, ábyggilega 6-7 ár. Ágúst fór hins vegar í strætó í dag, allt af því að ábyrgðarlausa eiginkonan klessti annarra manna bíl og lánaði sinn bíll meðan jeppinn góði er á verkstæði. 280 krónur hvora leið, samtals 560 krónur! Mér finnst þetta morð! Skv. þessu er ég búin að hjóla fyrir 1120 krónur í dag, Sjafnargata-Faxafen-Breiðholt-Langholtskirkja-Kópavogur-Sjafnargata. Alltaf að græða (kaupi mér svo racer fyrir gróðann).
En af því að þetta er svo leiðinleg færsla kemur hér mynd sem kætir andann:
Athugasemdir
Bíddu hvað er að gerast þarna?
Dagbjört (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 09:26
Ég vil benda á að svarti kjóllinn sem þú ert í á djúsí myndinni er í minni eign og því vil ég eigna mér amk. 7,25% af kúlheitunum.
Eini stærðfræðibrandarinn sem ég kann er svona: G.r.f. að delta<0
....Great minds think alike!
Ólöf
Ólöf (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 20:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.