2.3.2007 | 14:55
Og leiðin liggur enn niður á við...
Velgengnikenningin mín er eitthvað að klikka, ég er nefnilega enn þá óheppin. Hrundi af hjólinu á hjólaæfingu í gær, missti stjórn á mér (og hjólinu) í beygju uppi í Heiðmörk og lenti á tré. Reyni að kenna lélegum bremsupúðum um, virka ekki í frosti. Krambúlerað hné en mér tókst samt að hjóla heim (í boði vinstri fótar og Hauks sem ýtti á eftir).
En ég luma á miklu skemmtilegri sögu af mér að detta á tré í Heiðmörk, þegar ég náði ekki beygjunni á gönguskíðum (engar bremsur) og lenti á litlu grenitré alveg eins og í teiknimyndum, hendur og fætur sitt hvorum megin við tré og svo lá ég bara föst í skafli máttlaus af hlátri, það var nú gaman. Gott að ég var betur klædd en þetta:
Það lenda þó fleiri í hremmingum en ég á gönguskíðum, þessir skíðasveinar ætluðu að næla sér í tré í Kópavogshluta Heiðmerkur en hittu fyrir bæjarstjórann.
En svona er skíðafærið samt þessa dagana:
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.