14.2.2007 | 12:26
"Skoðanakönnuninni"
Mér datt strax stafsetningaræfing í hug þegar ég skrifaði tölvupóst til blog.is og spurði um skoðanakönnunina mína í þágufalli, þ.e. af hverju hún birtist ekki. Eigi er örgrannt um að skoðanir margra séu á öndverðum meiði við meirihluta skoðananna í samfélagi voru. Óðinn átti hrafnana Hugin og Munin. Huginn þekkti Munin, en enginn annar sá á þeim muninn. Mun... (púff hvernig er Muninn í þágufalli?) hugnaðist ekki hvernig Huginn felldi hug til munúðarfullu mærinnar....
En nú lýsi ég eftir fallbeygingum - kann einhver að fallbeygja eftirfarandi í öllum föllum með og án greinis: (Mamma, ég mana þig, þú smellir bara á "athugasemdir")
Huginn, Muninn, landvættur (bókmenntakennarinn gat það ekki), náttúruvætti.
Koma svo!! (og endilega haldið ótrauð áfram að svara skoðannnnakönnnnnunnnninnnnni)
Athugasemdir
Hæ, ég kíkti í ísl-ísl orðabókina:
Hér er Huginn nefnifall
Ég tala um Huginn þolfall
Ég kom frá Huginn þágufall
Förum til Hugins eignafall
En ég sel það ekki dírara en ég keypti það.
sjáumst í skólanum! A.R.K
anna (IP-tala skráð) 14.2.2007 kl. 13:29
Á tækniöld notar maður http://www.lexis.hi.is/beygingarlysing/
!!!
Halldóra (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 15:18
Vaaaaaáááá þetta er sko síðan sem mig vantaði!!
Lára Bryndís Eggertsdóttir, 15.2.2007 kl. 21:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.