10.2.2007 | 18:41
Ármannsfellið fagurblátt
Það voru engar jarðarfarir á fimmtudaginn þannig að ég ákvað að skella mér í labbitúr. Þannig er að við í gönguleiðsögninni eigum að skila inn "logbók" með 10 vænum gönguferðum í og það er ágætis hvatning til að skella sér af stað! Ég fékk tvær úr bekknum með mér og lánaði þeim brodda og axir. Veðrið var brilljant og við keyrðum á Þingvelli, stoppuðum þegar við vorum komnar með góða fjallasýn og völdum okkur fjall. Ármannsfellið reyndist mun skemmtilegra en ég átti von á, það virkar bara svo lítið við hliðina á Botnssúlunum að ég hélt alltaf að það væri ekkert spennandi. Það var hins vegar svona gaman:
Og útsýnið svona gott:
Svo kom ég heim og rauk beint á hjólinu á Gradualeæfingu, Jónsi í útlöndum og ég notaði tækifærið og píndi liðið til dauðs í Maríuljóði og fleiru skemmtilegu. Eftir það fór ég beint á hjólaæfingu, hjólafélagið mitt var svo tillitssamt að nenna að hitta mig eftir gradualeæfingu upp úr 7, en hjólaæfingin byrjar samt kl. 18:30 (þess má reyndar geta að það var alveg einn heill hjólamaður á æfingunni fyrir utan mig...). Við hjóluðum til rúmlega 21 og skelltum svo í okkur borgara á Vitabarnum, meiri búllan!! Við skerum okkur soldið úr þegar við mætum þarna í nördagallanum kófsveitt og sjúskuð (hinir eru bara reykjandi, drekkandi og sjúskaðir á fimmtudagskvöldi). Það var reyndar hjólakeppni í sjónvarpinu á barnum þannig að við vorum bara í góðum fíling...
Athugasemdir
Dísús kræst.... OFVIRKA mín....!!!
Sigríður R. Pétursdóttir / SIGGA PÉ, 10.2.2007 kl. 18:49
Ohhhhh, ég hata ókunnug kommentakerfi!
En já, gaman að Lára klára sé byrjuð að blogga á eigin vegum
Kasta mæðinni brandarinn er snilld.
Túlkun þín á skemmtanagildi Ármannsfellsins er einstaklega sannfærandi.
Ef þú ert að fá nánast sama kommentið tvisvar verði þér þá að góðu.
Dagbjört (IP-tala skráð) 11.2.2007 kl. 01:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.