Ræræræ...

Sunnudagskvöld og ég sötra messuvín af stút.  Grínlaust, ég var send heim með restina, cabernet sauvignon frá Chile, býsna gott.  Sit og æfi sönglags-útgáfu af Liebestraum e. Liszt fyrir jarðarför á morgun, Halldóra mín ertu til í að fletta? 

En að öðru: Gönguleiðsagnarhópurinn var á vetrarfjallamennskunámskeiði um helgina en ég skrópaði af því að ég tók svona námskeið hjá íslenskum fjallaleiðsögumönnum í fyrra og leist betur á að spila í messu (lesist: græða peninga) og hjálpa tengdamömmu að flytja (upp á Kjalarnes).  Svo er ég líka svo "ofmetnuð" eftir allt ísklifrið að ég nenni ekki að læra um broddamennsku með byrjendum (ekki verða reiðar harps og hils). 

Um vetrarfjallamennskunámskeiðið í fyrra: Ég og Ágúst ásamt 2 öðrum og kennara djöfluðumst í Botnssúlum rennandi á baki og maga og rassi afturábak og áfram að æfa ísaxarbremsur, klifruðum upp lóðréttar brekkur og sigum, tjölduðum svo á flottasta tjaldstæði ever á hálsinum millli Syðstu-Súlu og hinna súlanna í skííííítakulda, mér hefur aldrei verið eins kalt á rassinum að reyna að sofa!  Svona var afturámóti aðstaðan hjá samnemendum mínum í leiðsöguskólanum:

Gönguleiðsögnin að borða

 Að lokum pistill um hjólaæfingu, ég prófaði hrikalega fyndið í gær, pedalar þar sem sveifarnar eru ekki samtengdar, þ.e. þú getur hjólað með annarri löppinni án þess að hin hreyfist sjálfkrafa með.  Furðulegt eða..? Sjálfsagt að útskýra betur ef óskir berast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Halló! pant vera fyrst að kommenta!

best að skella þessari síðu inn í favorites og fylgjast með öllu skemmtilega bramboltinu í þér upp um fjöll og firnindi ;)

Ylfa Rún (IP-tala skráð) 5.2.2007 kl. 20:22

2 identicon

Er í alvöru notað cabernet sauvignon sem messuvín..? gott hjá þér að byrja að blogga, þú varst orðin sú eina sem hélst uppi Hím blogginu..fyrir utan kannski auði.. og svo var þetta æðisleg ferð um helgina, oh það fór svo vel um okkur  ;)

Hildur (IP-tala skráð) 5.2.2007 kl. 22:44

3 identicon

Nei sko, nýtt blogg! Vertu nú dugleg að skrifa. Best að fara að flytja hím svo það deyji ekki algjörlega.

Halldóra (IP-tala skráð) 6.2.2007 kl. 10:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband