15.3.2011 | 10:32
Meira myndafyllerí
Það voraði snemma og ég náði að fara í nokkra fína hjólatúra með Ágúst Ísleif í janúar áður en veturinn kom aftur í febrúar. Hérna erum við á harðaspani í risastóru brekkunni úti í garði:
En hér er maður tilbúinn fyrir fjölskylduferð í stóóóru brekkuna í Horsens. Stóra brekkan er (þrátt fyrir að vera í Danmörku) svo stór að snúlla þótti nóg um, garðurinn dugar okkur alveg.
Hekla hefur meiri áhuga á tásunagi en snjóþotum:
Svo er líka soldið sport að sitja í kassa
Í hófi a.m.k.
Ágúst Ísleifur rifjar upp gamla tíma á leikteppinu:
Hann er ákaflega góður við systur sína (nema þegar hann henti traktor í hausinn á henni um daginn)
Hekla er ákaflega dugleg að liggja á maganum og reisa sig upp, og hana langar heilmikið til að skríða af stað.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.