Kerran góða

Phil&Teds systkinakerran sem ég keypti í janúar á skilið að fá sérfærslu. Ég get varla lýst því hvað hún hefur komið sér vel og auðveldað mér lífið. Í stað þess að það sé óttalegt vesen að fara út með bæði krílin þá er það ekkert mál.

Þegar minna barnið er algjört smábarn þá lítur kerran svona út:

Janúar 11 024 (Large)     Janúar 11 022 (Large)

Hekla Sigríður liggur þarna út af í sjálfri aðalkerrunni (inn að aftan) og Ágúst Ísleifur situr í aukasætinu sem er smellt ofan á. Það er dálítið gaman að því hvað Hekla er ósýnileg þegar hún er geymd þarna í skottinu, fólk verður furðu lostið þegar aukabarnið kemur í ljós. Núna er ég reyndar búin að breyta uppsetningunni á kerrunni (fjölhæf græja) þannig að Hekla situr hálfupprétt (í aukasætinu sem er núna smellt aftan á) fyrir aftan bróður sinn (í aðalsætinu uppréttu) og getur skoðað heiminn, en ég á eftir að festa það á myndflögu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband