Afi og amma mætt og jólin geta komið

Afi Ágúst og amma Guðný eru komin með jólin með sér. Ágúst Ísleifur er svaka kátur og vill ólmur sitja hjá þeim til skiptis og fá almenna afa/ömmuþjónustu.

Á þriðjudaginn fær Ágúst Ísleifur rör í eyrun, hugsanlega lagar það eitthvað næturbröltið og skapstyggðina á morgnana. Hallveig frænka kemur líka á þriðjudaginn og kætir guttann ef hann verður eitthvað pirró eftir aðgerðina.

Fröken Hekla Sigríður er svo pen dama að hún er hætt að gera í bleiu, það er komið vel á aðra viku núna og einhver pirringur í henni en það virðist samt ekki angra hana neitt sérstaklega mikið. Annars stundar hún ekki að gera í bleiu nema 1-2x í viku, annað en bróðir hennar sem á þessum aldri dúndraði 1-2x í hverri gjöf, LÍKA Á NÓTTUNNI Errm.

Nóvember2 10 004 (Large)     Desember 10 013 (Large)

Á fyrri myndinni er Hekla í fyrirtaks ullarbúningi sem hún fékk hérumbil eiginlega í skírnargjöf, hún fékk nefnilega stærri stórubarna-Janus-ullargalla sem við skiptum í smábarnagalla sem hún gæti notað strax og hún hefur varla farið úr honum síðar. Á myndinni til hægri er hún í fínum fötum af stóra bróður. Ágúst Ísleifur á líka matrósagallann sem Hekla er í þegar hún leikur sér með dúkkuna sína:

Desember 10 112 crop (Large)

Desember 10 121 crop (Large)

Ágúst Ísleifur fékk "jafnvægishjól" (pedalalaust tvíhjól) í 2 ára afmælisgjöf fyrir bráðum hálfu ári en þrátt fyrir að það hafi verið minnsta stærð og ætluð frá 2 ára þá er hann nýfarinn að ná nógu vel niður til að ná tökum á hjólinu en hefur verið óstöðvandi síðan:

Desember 10 060 (Large)

Desember 10 061 (Large)

Ég lauk "skyldum" mínum fyrir jólin áðan, spilaði með kórnum hans Ágústar á tónleikum í Klosterkirken, og spila ekkert meira jóló! Sennilega minnsta desemberspilamennska allra tíma hjá mér. Enda má ég ekkert vera að orgelstússi, þurfti að rústa þvottahúsinu dálítið til að koma nýja frystiskápnum fyrir (og hann verður FYLLTUR af jólamat...) og svo stendur til að mála eftir jól. Ágúst er í fríi á morgun og tekur að sér smákökubaksturinn, kannski í samvinnu við ömmuna. Ég ætla bara í ræktina á meðan og kem síðan heim og moka í mig spesíum og hunangskökum Tounge.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband