Girðingarmont eins og til stóð

Það er búið að standa til lengi að setja upp girðingarstubb til að loka garðinum alveg þannig að Krúttleifur geti ekki stungið af óforvarindis. Ég lufsaðist loksins til þess þegar skólinn var búinn í vor, taldi ólíklegt að ég yrði manneskja í girðingarvinnu þegar ég kem aftur í ágúst, og einmitt í haust ætla ég EKKI að hlaupa mikið á eftir drengnum Whistling 

2jún 10 010 (Large)

Ágúst fékk reyndar að saga stólpana og reka þá niður en annars sá húsmóðirin um þetta (þó ég hafi aðallega verið í pásu til að vera ekki með endalausa samdrætti).

2jún 10 013 (Large)

Og svona lítur girðingin út

2jún 10 014 (Large)

Og pabbi hleypir snúlla út.

2jún 10 032 (Large)

Þó að girðingin sé mannhæðarhá í tilfelli Ágústar Ísleifs þá var nágranninn ekkert sérlega imponeraður þegar hann kom að skoða, sagði að girðingarnar á vinnustaðnum hans væru miklu hærri (hann er fangavörður).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

LAGLEGT, Lára mín !!!

Sigga Pé (IP-tala skráð) 11.7.2010 kl. 21:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband