10.1.2010 | 11:24
Hvor er han?
Eftir langt jólafrí byrjaði sundið loksins aftur hjá Ágústi Ísleifi í morgun. Hann missti sig af gleði þegar hann sá sundlaugina og fannst mamman heldur lengi að ná honum úr fötunum, vildi bara hoppa út í í kuldagallanum. Snáðinn er alveg eins og fiskur í vatni, skríkir af kátínu, finnst heilmikið fjör að kafa og kafa, kippir sér ekkert upp við það að vera látinn synda á bakinu (almennt óvinsælt hjá krílunum) en aðalfjörið er að hoppa af bakkanum. Í morgun tók sundkennarinn upp á því að kasta honum út í af bakkanum til mín, ég greip hann (næstum því) í fysta skiptið, í næsta skipti fór Ágúst Ísleifur beint niður á botn og ég missti út úr mér steinhissa "hvor er han?" en endaði nú sem betur fer með því að ég tosaði hann upp úr. Og beint upp á bakka aftur að láta kasta sér út í, honum fannst það ÆÐISLEGT!! Það verður vatnsheld myndavél á staðnum eftir 3 vikur svo þið fáið að sjá hvað hann er kátur í kafi.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.