Ótrúlega áhugaverðar barnavagnapælingar

Sem ólétt kona fyllist ég að sjálfsögðu af margfrægri hreiðurgerðarþörf en á af skiljanlegum ástæðum erfitt með að sinna henni af fullum krafti.  Er þó búin að pína Ágúst til að mublera borðstofuna, stóra vandamálið með borðstofuna er samt hvort þetta heiti borðstofa eða eitthvað annað.  Borðstofuborðið verður nefnilega inni í stofu, og eldhúsborðið í  borðstofunni, þetta fer alveg með mig.  En drengurinn var a.m.k. sendur í Jysk Sengetøjslager að kaupa borðstofuborð úr gegnheilli eik (já borðstofuborð sem eldhúsborð svona til að rugla málin enn frekar), stóla, skenk, háan glerskáp og kommóðu, þetta var nebla allt á tilboði og því ekki hægt að bíða þar til hagsýna húsmóðirin væri sjálf mætt á svæðið.

En að fjarinnréttingum loknum hef ég ekkert við að vera nema að stúdera barnavagna og hef komist að því mér til mikillar skelfingar að líklega þarf ég að kaupa nokkur stykki.  Það er nefnilega alltaf þannig í bæklingnum að mamman (já alltaf mamman, engir pabbar sjáanlegir) er sko klædd í stíl við vagninn hverju sinni og helst barnið líka.  T.d. eplagrænn vagn - eplagrænn bolur:

eplagrænn

Drapplitaður vagn með kamó - drapplituð föt og kamó-skiptitaska í stíl á öxlinni:

Drapp kamó

Þannig að annaðhvort á ég einn vagn og þarf að binda mig við að vera alltaf í fötum í sama litnum eða á nokkra vagna.  Kræst þetta eru nú meiri vandræðin.


Bloggfærslur 11. apríl 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband