Færsluflokkur: Bloggar
30.1.2009 | 11:26
Baráttan um skeiðina
Ágúst Ísleifur er mjög duglegur að borða, já og bara mjög duglegur almennt. Hann er líka leiftursnöggur að hrifsa skeiðina af mömmu og þá getur farið illa, hann er svo handsterkur að ég næ skeiðinni ekkert af honum aftur. Verst að stráksi er ekki búinn að ná fullum tökum á því að mata sig sjálfur, þess vegna gerist þetta:
Og þess vegna fór ég í búðina og keypti regngalla-smekk-búning og líka skeiðar með extra löngu skafti svo matarinn geti haldið sig í öruggri fjarlægð (hann náði samt skeiðinni).
(Annars er barninu yfirleitt gefið að borða í fanginu á mataranum, með báðar hendur teknar úr umferð...)
Litli kútur er reyndar lasinn með hita og hósta og hor núna, frekar daufur í dálkinn. Ég er hins vegar hress sem aldrei fyrr og hamaðist í allan gærdag (og hálfan fyrradag) við að pússa og slípa borðplötuna í eldhúsinu, hún er heilir 5.4 metrar! Núna gljáandi fín og olíuborin, fingurgómarnir á mér eru í staðinn orðnir eins og sandpappír nr. 60.
Og núna er rúmur hálftími þar til Ágúst byrjar í fjögurra vikna feðraorlofi!! Þá leggst ég bara með tærnar upp í loft...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.1.2009 | 10:13
Bleiusaumurinn (ath. bara fyrir taubleiuáhugasama)
Já ég missti mig aðeins í myndarskapnum og saumaði bleiu á barnið. Hér eru heimildarmyndir, venjulega fólkið sem hugsar ekki bara um bleiur og kúk allan daginn ætti frekar að lesa moggann núna.
Bleian svaka fín innaná, takið eftir franska rennilásnum innaná lengst til vinstri
Og hér er hún samsett "venjulega"
En ef maður er lítill þá er brotið upp á framstykkið (munið franska rennilásinn innaná á fyrstu myndinni)
Og þá er bleian í minnibarnastærð, jibbí
Almáttugur hvað ég er myndarleg, þvílík fjallkona.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
25.1.2009 | 09:26
Yfirvofandi ófærð
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.1.2009 | 11:13
Loksins loksins jólaannáll 2. kapítuli
Ágústi Ísleifi fannst jólatréð hennar ömmu flott. Og honum var svo heitt í hamsi yfir þessu öllu að hann var löngu rokinn úr sokkabuxum, buxum og vesti.
Það var svaka jólaboð hjá Helgu systur mömmu á Flúðum á Jóladag. Ágúst, Elín, Vala, Edda (yngsta dóttir Helgu), Helga. Líka Kata (elsta dóttir Helgu) með mann og fjögur börn. Mikið fjör.
Systurnar kátar
Síðan fór Ágúst Ísleifur í jólaboð hjá Ágústu systur pabba á annan í jólum, með nýju húfuna frá Þorbjörgu Þulu. Hún er aðeins of stór.
Ágústarnir þrír,eða soleis, í jólaboðinu hjá Ömmu Guðnýju. Hlöðver Týr sonur Elísabetar systur Ágústar sver sig í ættina, rétt eins og Ágústarnir.
Og nú þurfum við að skipta alveg um sögusvið, hoppa upp í flugvélina til Danmerkur og kippa svo Hallveigu með á lestarstöðinni. Jólin voru haldin hátíðleg í annað sinn á gamlársdag. Hallveig og Ágúst Ísleifur styttu sér stundir við smíðavinnu meðan þau biðu eftir matnum.
Hallveigu leist vel á öndina sem er orðin að ágætis jólahefð hjá okkur. Með ljúffengri fyllingu og engifer- og plómugljáa. Reyndar fengust ekki plómur í Horsens hmm svo þetta breyttist í engifer- og mangógljáa, ekki síðra. Foie gras í forrétt með sérlagaðri engifer- og döðlusósu, og svo meðlætið maður, heimalagað rauðkál, heimagerð rauðlaukssulta, waldorfsalat fyrir heila hersveit, brúnaðar kartöflur og så videre, mmmmm.....
Ágúst Ísleifur fékk hjálp frá afa við að opna pakkana, og öfugt. Hann er voða fínn í nýju samfellunni frá Hallveigu.
En svo fór Ágúst Ísleifur í skátaleik, Ágúst er nú gamall skáti og Ágúst Ísleifur verður kannski svona spejder eins og Rip, Rap og Rup.
Fullorðna fólkið fór hins vegar í drykkjuleik, Hallveig kom með öskju með belgískum snöpsum (Genever) með alls konar æðislegu bragði.
Eftir það gerðist að sjálfsögðu ekkert markvert. Nema jú parket, málning etc.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.1.2009 | 17:12
Eldamennskan og uppeldið
Gráðuga barnið vill mikinn mat. Núna er ég að sjóða grænmeti sem ég vona að dugi út morgundaginn: 3 stórar kartöflur, 1/2 næpa (dönsk smábörn éta næpur, Ágúst Ísleifur verður líka að prófa), 5 litlar gulrætur og nokkrar brokkolígreinar. Þetta fer í blandarann með ólívuolíu og smjéri, síðan blanda ég það með mjólk eða þurrmjólk þar til fullkominni áferð er náð. Þess á milli fara alls konar grautar oní litla manninn, blandaðir með sveskju-, apríkósu-, peru- eða bananamauki.
Annars þarf ekkert að mauka matinn mikið lengur því tönnin stakk upp kollinum í gær, m.a.s. búið að bursta hana tvisvar við mikla kátínu, Ágúst Ísleifur heldur að þetta sé nýr leikur að pota tannburstanum upp í hann. Næsta kemur á morgun spái ég.
Síðan var ég að uppgötva tvær pottþéttar aðferðir til að æfa barn í að sofna sjálft án þess að pabbi og mamma komi hlaupandi ef heyrist múkk.
A: Fá spennandi bók í jólagjöf (t.d. The Shadow of the Wind eftir Carlos Ruiz Zafón, frá Hallveigu). Bókin var svo spennandi að það þýddi ekkert fyrir Ágúst Ísleif að kalla á mömmu sína þegar ég var að lesa (bíddu krakki ég kem á eftir), og eitt kvöldið þegar ég sat inni í stofu í miðjum örlagaþrungnum kafla varð ég bara að slökkva á kalltækinu til að geta lesið í friði. Og jújú þá gat Ágúst Ísleifur ekkert gert nema sofna bara aftur.
B: Gleyma að kveikja á kalltækinu, svínvirkar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.1.2009 | 11:02
Ágúst Ísleifur fær ekki að fara í bað á næstunni
Og ekki heldur í sund mundi ég halda. Það var nefnilega að koma í ljós að hann hefur hlaupið í þvotti, vantar tvo sentimetra. Ég fékk þá stórsnjöllu hugmynd í gær að gá hvernig sprettan gengi, hann mældist 68 cm. Það væri ekkert svo slæmt ef hjúkkan hefði ekki mælt hann 70 cm fyrir 3 vikum . Sama hvernig ég togaði stráksa og teygði þá náði ég honum ekki í 70.
En til að bæta upp fyrir þetta svekkelsi þá er fyrsta tönnin að skjóta upp kollinum, lítil og fín niðri til vinstri. Já og svo kom ég að honum gólandi á maganum í gær NB án þess að ég hefði snúið honum (hann var auðvitað að góla því hann var búinn að gleyma hvernig hann veltir sér aftur til baka litli sauður, loksins þegar hann lærir að velta sér af baki yfir á maga).
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.1.2009 | 09:17
Mamma!
Litli kútur byrjaði daginn á því að kalla á mömmu sína, gólaði 'mamma mamma' (við hliðina á mér í rúminu, þurfti nú sosum ekkert að kalla hátt). Eins og fram hefur komið þá byrjaði hann að tala um daginn, reyndar með takmörkuðum orðaforða ('dadada'), svo bættist við nokkrum dögum síðar 'nanana', mamama' daginn eftir og svo núna hjartabræðandi skýrt og fínt 'Mamma!' (ekki alveg öruggt þó að hafi verið afgerandi merking í því )
Mamman var reyndar ekkert svo kát með að barnið væri að kalla á mömmu sína svona í morgunsárið, Ágúst Ísleifur er nefnilega búinn að vera meira og minna volandi síðustu nætur, mér dettur einna helst í hug tennur, orðið býsna hart undir í neðri góm, gasalega spennandi...
Honum veitir nú ekkert af því að fara að fá tennur svo hann geti ráðist í stórsteikur litla átvaglið, ótrúlegt hvað kemst í svona lítinn mallakút og það er bara loftbrú upp í galopinn munn, við höfum varla undan að moka grautum og grænmetiskássum. Verst að hann er svo hrifinn af svona alvöru mat að hann neitar hérumbil alveg að drekka á daginn, hvort sem það er brjóst eða peli, en bætir sér það svo upp á nóttunni (við takmarkaða hrifningu mína). Skömmu eftir að hann sofnar þá áttar hann sig á því að hann er dauðþyrstur og heimtar brjóst, og svo aftur, og svo aftur... Uppeldið og skipulagið eitthvað að klikka hmm
En núna er hann alveg að verða búinn að toga fína prjónadúkinn af stofuborðinu, bara eftir smá horn þar sem eitt málverk (brúðkaupsgjöf), bókin Fuglar í náttúru Íslands (jólagjöf) og orginal His Master's Voice grammófónplötur með Páli Ísólfssyni (orgelútskriftargjöf) halda dúknum. Skemmtilegt samansafn ekki satt! Best að skella stráksa í vagninn og skríða svo sjálf upp í rúm
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.1.2009 | 11:57
Sokkabuxnaprinsinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.1.2009 | 11:23
Maddama Ísleif
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)