Færsluflokkur: Bloggar
13.8.2007 | 09:52
Hvernig ætli carbon-skósólar séu á bragðið?
Aaaarrg ég gerði ótrúlega heimskuleg mistök í keppninni í gær og missti af titlinum! Aldrei að vanmeta andstæðinginn... Stelpa sem ég þekki lítið sleit sig frá hópnum á 2. hring (af 4) og ég hélt að hún myndi bara slíta sér út og við næðum henni fljótlega, hélt áfram að chilla með hinum stelpunum en svo kom bara í ljós að þær hjóluðu allt of hægt og þegar ég stakk þær af á 3. hring var það orðið of seint hjólaði svo síðasta hringinn með krampa í lærinu og grábölvandi.
En hugsið ykkur hvað það hefði verið svekkjandi að vera búin að vinna báða götuhjólatitlana, þá hefði leiðin eiginlega bara getað legið niður á við eða í besta falli gæti ég staðið í stað
Ætli ég fari ekki bara að éta skóna mína núna, samt á mörkunum að ég tími því, þeir eru nefnilega svo hrikalega flottir og góðir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.8.2007 | 23:04
Íslandsmeistari!!! Ég á bikar!!!
Í "tímatöku" 20 km á götuhjóli, svo er lengri "hópstart"keppni á sunnudaginn, gæti nælt mér í annan titil þá...
(Var ég búin að minnast á að ég er ósigrandi á götuhjóli?)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.8.2007 | 09:18
Ooooooooooooooooooooooo........
......oooooooooooooooooooooooooo ég skíttapaði á miðvikudaginn, agalega svekkjandi! Kemur í ljós að það borgar sig að æfa, var að stíga á fjallahjólið í annað skiptið í sumar mwahaha. Hjólaði eins og mörgæs, þurfti að hægja á mér fyrir allar "hættulegu" beygjurnar, rétt svo dreif upp brekkurnar móð og másandi, vantaði bara að ég hefði dottið, fengið blóðnasir, farið að skæla og pissað svo á mig... Komst samt reyndar skammlaust í gegnum þrautabraut í skóginum í fyrsta skiptið í keppninni sjálfri, hafði ekki tekist það á æfingu! Ógeðslega erfið braut og ef það segir eitthvað um hossinginn og líðanina í afturendanum þá seig hnakkurinn svo mikið að ég þurfti að stoppa og hysja hann upp...
Bryndís sem vann átti það hins vegar algjörlega skilið, búin að æfa fjallahjól hér um bil frá fæðingu og hjólaði eins og berserkur (ég rústaði henni samt í síðustu götuhjólakeppni...)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.8.2007 | 14:29
Mætt í borgarsollinn
Jahá, komin heim fyrir þó nokkrum dögum. Gengur á ýmsu og gekk líka á ýmsu í síðustu ferð, omg hvað fólk getur verið með óraunhæfar væntingar um hálendisferð (bíddu nú við, af hverju eru ekki ferskir ávextir með morgunmatnum og salat með kvöldmatnum?) og reyndar endaði með því að það keyrði svo gjörsamlega um þverbak að ég sendi þær tvær fúlustu heim og bara allir kátir með það (nema reyndar Arinbjörn á Brekkulæk sem tók þær með sér heim með því skilyrði að þær færu beint suður...)
Var að fá sendar nokkrar myndir (650 stk.) úr fyrstu ferðinni. Ég fór á kostum við að flaka silung og ná upp þrýstingi eftir að vatnsleiðslan fylltist af lofti:
Svo var alltaf skemmtilegt þegar menn stukku yfir Skammá með 'ahemm' dálítið misjöfnum árangri. Það þarf að stökkva yfir 3 kvíslar og ég hef reyndar ekki tekið saman tölfræðina yfir hversu margir skór hafa blotnað...
En svo er það fyrsta Íslandsmeistaramótið í kvöld, fjallahjól við Rauðavatn, mjög skemmtileg en reyndar þrælerfið braut, þetta verður áhugavert...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.7.2007 | 08:17
Farin
í síðustu Arnarvatnsheiðargönguna. Veðurspáin er nokkurn veginn svona næstu daga:
Mánudagur - sól. Þriðjudagur - sól. Miðvikudagur - sól. Fimmtudagur - sól...
Kem aftur 26. júlí.
P.S. er að borða súkkulaðiköku.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.7.2007 | 21:08
Forgangsröðin á hreinu
Kem heim eftir langa gönguferð.
1. Les Fréttablöð síðustu viku og borða súkkulaði
2. Vökva blómin
3. Fer gegnum tölvupóst og bloggsíður og borða súkkulaði
4. Fer á hjólaæfingu sem varð óvart tæpir 60 km
5. Kem heim og opna bjórinn
6. Hringi í skírnarbarnsmömmu fyrir sunnudaginn og brúðguma fyrir laugardaginn
7. Tek af mér hjálminn
8. Fæ mér meira súkkulaði
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.7.2007 | 16:05
Arnarvatnsheiði rokkar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.6.2007 | 19:28
Úff púff
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.6.2007 | 20:58
Bæjó spæjó
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.6.2007 | 11:08
Æsispennandi heimsóknir
Heimsókn no. 1
Ég og Mamma og Elín og Selma heimsóttum Kötu frænku systurdóttur Mömmu í gær (dóttur Helgu systur Mömmu sem við heimsóttum um helgina, svona til að þið hafið þetta á hreinu). Kata og Maggi hennar maður eiga þvílíka barnahrúgu, <1 árs tvíbura, 1 stóran bróður á leikskólaaldri og svo stóru systur í 6 ára bekk. Stanslaust stuð á heimilinu! Reyndar var einn vinur stóru systur í heimsókn og honum blöskraði svo hamagangurinn (aðallega í stóru systurinni) að hann var að hugsa um að fara bara heim til systkinanna sinna sex... En litlu tvíburasysturnar eru algjörar rúsínubollur, Selma var nú hálfskelkuð við þær til að byrja með en var farin að þora að rífa af þeim dótið undir lok heimsóknarinnar, dugleg stelpa.
Heimsókn no. 2
Dagbjört vinkona mín úr læknisfræðinni kom í heimsókn til mín í gærkvöldi. Elín kom með Selmu í pössun til mín og ætlaði aðeins að stoppa, þá hringdi gönguferða-atvinnuveitandinn minn í mig og talaði heillengi (og skipti í miðju samtali yfir í þýsku, svona af því að ég er að fara að gæda á þýsku fyrir hann, weeeiiiird) svo Elín beið, þá mætti Dagbjört og hafði bara selskap af Elínu og Selmu meðan ég malaði á þýsku í símann endalaust lengi. Svo gat ég loksins farið að elda hafragraut ofan í Selmustelpuna, þá hringdi tengdapabbi og malaði um byggingaframkvæmdir, nú svo loksins gat Selma fengið grautinn sinn, þá fór hún bara að æla út um allt (ég meina út um allt) svo allt fór í panik og Dagbjört fór að þrífa gólfið (sagði það ágætis tilbreytingu frá því að þrífa blóð og legvatn í vinnunni sinni á kvennadeild, nema það væri reyndar ekki svona vond lykt af því). Elín hætti við að skilja Selmu eftir í pössun og ég keyrði þær heim (Elín sat við hliðina á Selmu tilbúin með dallinn) og Dagbjört elti til að keyra mig heim aftur. Svo sýndi ég Dagbjörtu kjólana sem ég var að fá í fyrirfram arf eftir ömmu og ýmislegt fleira dásamlega fínt og þá var bara kominn háttatími og Dagbjört fór heim. Vilja ekki allir koma í svona dæmigerða heimsókn til mín? Það leiðist allavegana engum hjá mér...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)