Færsluflokkur: Bloggar
10.7.2008 | 10:35
Algjörlega slakur
En spurt er: Af hverju eru engar myndir af drengnum í mömmufangi?
Svar: Gott veður og brjóstagjöf veldur því að móðirin er ekki alltaf nógu siðsamlega klædd, þarf að skella í eina uppstillta mynd í fötum fljótlega...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
9.7.2008 | 07:21
Nú má danskurinn vara sig!
Ég er byrjuð að reykspóla á hjólinu um Horsens! Þvílíkur unaður, var búin að sakna hjólanna minna agalega.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.7.2008 | 08:23
Mjólkurlaust líf
Það eru tveir mjólkursvelgir á heimilinu. Sá yngri fær sína mjólk í lítravís þegar honum þóknast, en sá eldri er kominn í straff. Ágúst Ísleifur hefur verið að fá svolítið illt í magann, og þá er oft fyrsta skrefið að banna móðurinni að drekka mjólk til að athuga hvort það bæti ástandið. Móðirin er miður sín, ég er vön að moka í mig mjólkurafurðum allan daginn og nú veit ég ekkert hvað ég á að borða, ísskápurinn er t.d. fullur af alls konar æðislegum ostum (a.m.k. 7 tegundir) og jógúrt og ég stari bara inn í hann og má ekkert borða. Jú ávexti og grænmeti auðvitað, brauð (en með hverju? Verð að senda Ágúst í búðina að kaupa álegg). Þarf bara aðeins að brúka hugmyndaflugið og þá fæ ég nóg í magann minn svo Ágúst yngsti fái ekki í magann sinn, vona allavegana að þetta virki því það er svo agalegt þegar drengurinn grætur og er alveg óhuggandi, en það er samt sem betur fer ekki oft.
Við þurftum reyndar með stráksa til læknis í gær út af allt öðru, ég sá í gærmorgun að hann var komin með sýkingu við og undir nöglina á einum fingri og læknirinn stakk á því og kreisti út, liggur við að ég segi að sem betur fer var Ágúst Ísleifur hvorteðer organdi út af maganum því þetta var pottþétt sárt... Síðan þarf að hafa fingurinn í heitu sápuvatni í 15 mínútur 3x á dag, við látum piltinn bara setjast í stól og segjum honum að hafa höndina kyrra í vatninu mwahahaha
Svo á Ágúst Ísleifur stórafmæli í dag! Tveggja vikna gutti, bæði ótrúlega stutt síðan hann fæddist og líka ótrúlegt að við höfum ekki alltaf "átt" hann. Og bara rúm vika þangað til við komum með litla böggulinn heim til Íslands
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.7.2008 | 08:43
Eins gott að Þýskaland vann ekki HM
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.7.2008 | 11:59
Aðalheimilistækið
Ultrasoft breast shields frá Avent, aðeins annar stíll en hjá amazónunum í gamla daga samt. Taka við flóðinu hinum megin meðan Ágúst Ísleifur þambar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.7.2008 | 17:20
Lýst er eftir gefanda...
...að þessari fallegu sængurgjöf:
Teppi þetta barst innpakkað í grænt glans-búbblu-umslag stílað á Ágúst Inga Ágústsson (er þetta kannski ekki sængurgjöf heldur sjal handa Ágústi?) og poka með héramyndum. Engar vísbendingar um sendanda aðrar en að umslagið er stimplað á Íslandi. Hugsanleg vitni vinsamlega gefi sig fram hið fyrsta.
Annars er það að frétta af fjölskyldunni að við erum á fullu að læra hvert á annað. Brjóstagjöfin er í fínum málum, móðirin er farin að átta sig á hvenær guttinn þarf að ropa og fá nýja bleiu etc, en reyndar fer allt í vitleysu stundum þegar Ágúst Ísleifur fær illt í magann, þá eru foreldrarnir frekar ráðalausir.
Stráksi prófaði að fara í bað heima hjá sér við álíka takmarkaðar vinsældir og á spítalanum:
Barn í bala, bali í vask og sést glitta í nýja fína skiptiborðið í horninu.
Hins vegar er gott að fá sér lúr á eftir með bros á vör.
Og augu sem bræða hjörtu.
En pabbanum fannst reyndar að móðirin hefði keypt full stelpu-smábarnalegar samfellur á drenginn (blúnduverk í hálsmáli og á ermum úff) svo hann skaust í búðina og keypti nokkrar gæjasamfellur, síðan slappa þeir feðgar af saman í strákafötunum sínum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
1.7.2008 | 12:27
Að heita biskupanafni og gera í buxurnar
Ágúst Ísleifur drekkur og drekkur og það skilar sér út um hinn endann þrátt fyrir virðulegt nafn. Ágústarnafnið hefur hann frá langafa sínum, afa og föður, mætti því kalla hann Ágúst IV. Ísleifsnafnið er hins vegar út í loftið, við vildum gott seinna nafn til að gera nafnaköllin auðveldari á heimilinu! Einhvern veginn vildi svo til að Ísleifur var fyrsta nafnið sem mér datt í hug fyrir mörgum mánuðum, hafði samt aldrei rætt það við Ágúst, en þegar við fórum í gegnum lista með íslenskum mannanöfnum kom í ljós að Ágústi leist best á Ísleif. Það var því augljóst hvað drengurinn átti að heita!
En nánar um nöfnin:
Ágúst:
Einn karlmaður í Þing. bar nafnið í manntali 1801 og annar í Snæf. hét August. Í manntali frá 1910 voru 442 karlar skráðir með þessu nafni og í þjóðskrá 1989 voru þeir 1257, þar af 447 sem hétu svo að síðara nafni. Ritmyndirnar August og Ágústus eru líka notaðar. Nafnið er þekkt í Svíþjóð frá miðri 17. öld og var nokkuð notað í Noregi um síðustu aldamót. Fræg sögupersóna hjá Knut Hamsun ber nafnið August. Nafnið Augustus var tekið upp á Englandi á 18. öld ásamt kvenmannsnafninu Augusta.
Nafnið er stytting úr latínu augustus "mikill, stórfenglegur", (af augere "aukast") en það orð var tekið upp sem titill rómverskra keisara. Heiti ágústmánaðar á sér sama uppruna.Ísleifur:
Nafnið kemur fyrir í Landnámu, Sturlungu og í fornbréfum frá 15. öld. Fyrsti íslenski biskupinn sem vígður var til Skálholts árið 1056 hét Ísleifur Gissurarson. Nafnið kemur fyrir í nafnatali séra Odds á Reynivöllum frá 1646. Í manntali 1703 báru það 42 karlar en 37 árið 1801. Árið 1910 voru nafnberar 49, þar af 17 í Rang. Í þjóðskrá 1989 voru 82 karlar skráðir með þessu nafni, þar af 16 að síðara nafni af tveimur.
Nafnið er sett saman af forliðnum Ís- og viðliðnum -leifur, Leifur.
Viðliðurinn -leifur er algengur í karlmannsnöfnum, t.d. Hjörleifur, Guðleifur, Þorleifur. Hann er kominn úr frumnorrænu *-laibaR og er skyldur nafnorðinu leif "arfur, eitthvað sem skilið er eftir" og sögninni leifa "skilja eftir". Hann er einnig tengdur sögninni að lifa og nafnorðinu líf. Nafnið Leifur merkir eiginlega "afkomandi, erfingi".
P.S. við erum búin að bóka flug heim og verðum á Íslandi 17. júlí til 4. ágúst , hlökkum til að hitta ykkur sem flest. Notum að sjálfsögðu tækifærið og skírum litla biskupinn en dagsetningin ekki komin á hreint.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
29.6.2008 | 14:11
Glúglúglúg...
Lífið í Lindeparken er aðeins að komast í fastari skorður. Vantar ekkert upp á mjólkina hjá mömmunni núna, gæti satt best að segja mjólkað ofan í heila herdeild og Ágúst Ísleifur hefur ekki undan að drekka, þarf reyndar bara að opna munninn og varla að sjúga til að fá sitt! Hann er allur að koma til á brjóstinu, hefur ekki fengið af bikar síðan í gær og bítur ekkert svo agalega fast, honum er samt stundum allt of mikið niðri fyrir til að sjúga, óttalegur kjáni...
Það kemur sér nú sjálfsagt vel áfram að hafa pumpugræjuna frá Elínu því ég þurfti t.d. að tæma fyrir háttinn í gærkvöldi til þess að geta farið að sofa. En það kemst vonandi jafnvægi á framboð og eftirspurn fljótlega.
Núna einbeitum við okkur bara að brjóstagjöf og bleiuskiptum, langmesti tíminn fer í drykkjarmálin og þess á milli sefur stráksi og ég gjarnan með honum. Kemur nú samt að því að við tökum fleiri myndir og setjum á netið, t.d. af syninum í fínu vöggunni sinni, vaggan er mjööög stór fyrir litla manninn! Þar lúrir hann einmitt núna í lopasokkunum sem mamman prjónaði, mjög notalegir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.6.2008 | 12:46
Ágúst Ísleifur kominn heim til sín
Loksins birtast myndir af kappanum! Við komum loksins heim í gær, föstudag. Hálfgert ólag á brjóstagjöfinni og þess vegna vorum við lengur en til stóð, litli maðurinn ákaflega svangur og æstur en hefur ekki alveg þolinmæði til að liggja á brjósti, og vill líka gjarnan naga móður sína með tilheyrandi óþægindum svo það hefur aðeins þurft aðstoð pumpu til að mjólkin endi á réttum stað.
En hér liggur Ísleifur litli sofandi uppi í rúmi hjá mömmu sinni.
Hann þurfti náttúrulega hefðbundna læknisskoðun, ekki annað að sjá en drengurinn sé alheilbrigður (og þar að auki fullkominn...)
Með eindæmum fallegur þar sem hann liggur í mömmufangi, hálfhissa hins vegar þegar pabbi reynir að blekkja hann með fingrinum, það vita nú allir að það kemur engin mjólk úr vísifingri.
Og sefur vært.
Skoðar líka umheiminn. En er þó ekki alltaf alveg sáttur, enda töluverð viðbrigði að vera kominn úr móðurkviði þar sem lífið er alltaf eins og það á að vera, út í stóra heiminn þar sem maður verður stundum svangur og blautur og kaldur...
En það lagast aftur. Og sjáið myndarlegu hendurnar, efnilegur organisti!
Framan af var Ágúst Ísleifur mjög ólífsreyndur, hafði bara komið inn í tvö herbergi á stuttri ævi, fæðingarstofuna og svo stofuna okkar inni á sængurlegudeildinni. En á föstudaginn dró heldur betur til tíðinda!
Hann fór í fyrsta baðið sitt, fannst það reyndar bæði blautt og kalt.
Síðan var komið að því að klæða sig í fyrsta skipti, fram að því hafði hann bara kúrt á bleiunni hjá foreldrum sínum, og hafði reyndar ekki einu sinni lagst í vöggu. En drengurinn er svo ljónheppinn að hafa fengið fínan prjónagalla af Hauki móðurbróður, amma hans prjónaði gallann árið 1969 (löngu áður en Haukur fæddist) en húfan týndist reyndar fyrir einhverjum áratugum svo ég prjónaði nýja með tilþrifum.
Búningurinn er reyndar heldur stór enn sem komið er, en það stendur til bóta.
Síðan var komið að ferðalagi nr. 2, (fyrsta ferðalagið var að koma í heiminn). Við löbbuðum alla leið yfir götuna heim í Lindeparken, Ágúst Ísleifur kúrði bara í burðarsjalinu framan á mömmu sinni og kippti sér ekkert upp við þetta.
Þá er bara eftir að venjast lífinu með barn á heimilinu, ótrúlegt hvað þessi innan við þrjú kíló eiga eftir að breyta lífi allra í kringum hann! Það er heilmikil vinna að sinna honum, aðallega brjóstagjöfin sem tekur tíma og orku, ég sit til skiptis með drenginn í fanginu að reyna að setja hann á brjóst, eða með brjóstapumpuna svo hann fái sitt þó hann sjúgi ekki. Síðan skiptumst við á að gefa honum af litlu staupi, nú eða hjálpumst að þegar illa gengur... (þess vegna hefur líka tekið dálítinn tíma að koma myndunum inn).
En við foreldrarnir erum að sjálfsögðu alsæl með litla manninn og hlökkum til að sýna umheiminum hann betur þegar við komum til Íslands, líklega upp úr miðjum júlí. Þangað til verða myndir að nægja!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
25.6.2008 | 18:31
Barn er oss fætt, sonur er oss gefinn
Ágúst Ísleifur Ágústsson fæddist í gærkvoldi 24. juni kl. 20.04 a donskum tima. Drengurinn er rumar 11 1/2 mork og 50 cm, foreldrunum finnst hann fullkomnasta barn sem faedst hefur her a jord.
Fyrstu merki um ad eitthvad væri ad gerast var undarlegur vatnsleki adfaranott manudags, akvadum ad kikja nidur a spitala seinnipartinn ad tjekka a malunum, oljost hvort eg væri i raun og veru ad missa vatnid eda ekki (altså hvort thetta væri ulfur ulfur) eda hvort barnid væri a leidinni. Fekk tima morguninn eftir (thridjudag) kl 8.30 til ad taka stoduna.
Vid forum sidan ad sofa i rolegheitum, logdumst upp i rum, budum hvort odru goda nott, svo sagdi Agust eitthvad sem var bara pinulitid fyndid og eg svaradi "heh", tha kom gusan! Ekki alveg eins og i biomyndunum samt en adeins i attina. Gerdi svo adra tilraun til ad fara ad sofa 2 timum sidar, gekk illa ad sofna, akvad ad draga nu djupt andann, slaka a og sofna barasta. Andadi djupt inn - og tha kom naesta gusa... Endadi med ad eg svaf litid um nottina, for lika ad fa sma verki med minum hefdbundnu samdrattum.
Maettum svo a spitalann eins og til stod um morguninn, var tha komin med 1.5 i utvikkun og akvedid ad gefa mer leghalsmykjandi stil til ad hjalpa til (ma ekki dragast of lengi ad barnid faedist eftir ad vatnid fer vegna sykingarhaettu). Sidan atti eg bara ad liggja og slappa af, stod til ad reyna bara ad sofna en smidavinna a spitalanum og mavagarg kom i veg fyrir thad. Svo foru verkirnir bara ad aukast thangad til eg sa soma minn i ad haetta ad kalla thad samdraetti og skilgreina thetta sem hridir.
Agust fekk nog ad gera vid ad sinna konunni, nudda a mer bakid i hridunum og peppa mig upp fyrir framhaldid. Seinni partinn thegar meira fjor var farid ad færast i leikinn færdum vid okkur inn a fædingarstofu og fljotlega skellti eg mer i badkerid til ad na ad slaka vel a milli hridanna. Endadi tho med thvi ad eg var rekin upp ur thvi mer og barninu var liklega ordid fullheitt. Sidan gekk thetta bara sinn gang, eg kvartadi tooooluvert medan a hridunum stod (adallega inn i surefnisgrimu sem dempadi adeins ohljodin) en sem betur fer klarudust thær yfirleitt innan skikkanlegs tima.
Thegar var farid ad glitta i kollinn a drengnum skiptu Agust og ljosmodirin um stodu og pabbinn tok sjalfur a moti syninum sem skaust allur ut i einum vænum rembingi kl. 20.04 ad stadartima (eg var mjog fegin ad thad drost ekki fram yfir midnaetti thvi tha hefdi komid upp skilgreiningarvandamal hvada dag guttinn fæddist! tveggja tima mismunur milli landa er ekkert grin).
Strakurinn var ordinn dalitid threyttur eftir lokaatokin thannig ad hann var adeins "hristur i gang", sogid upp ur honum fosturvatn og hann nuddadur rækilega. Eftir thad var hann eins og nyr (enda var hann nyr) og kurdi hja foreldrum sinum til skiptis medan fylgjan fæddist og sidan voru tekin nokkur puntuspor i mig.
Agust Isleifur hefur nu litid gert sidan hann kom i heiminn nema ad sofa, en hefur adeins skodad umheiminn med fallegum dokkum augum og bragdad a broddinum hja modur sinni. Vid verdum afram a spitalanum thar til a morgun, forum ekki heim fyrr en brjostagjofin er komin i godan gir og svo er eg reyndar frekar luin eftir atokin, roddin er samt oll ad koma til (fæ kannski mænudeyfingu næst svona til ad spara sopranroddina, hefdi verid gaman ad hafa desibelmæli...)
Thar sem vid komumst ekki a netid gegnum eigin tolvu fyrr en vid komum heim tha verda myndir ad bida, en Isleifur litli er obbolitid likur pabba sinum, med fallegt raudbrunt har, tærnar fra modur sinni en storar og myndarlegar hendur fra pabbanum. Thad er ekki komid i ljos hvort eyrun verda samhverf (eru enn kramin eftir flutninginn).
(p.s. ef einhver er modgadur ad hafa ekki fengid sms um faedinguna tha er skyringin liklega su ad nokkur simanumer hja mer eru af einhverjum astaedum bara a islenska simakortinu og eg gleymdi ad tjekka hverja vantadi!)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)