Færsluflokkur: Bloggar
5.9.2008 | 10:26
Vííí!!!! Verðum á Íslandi um jólin!!!
Ágúst datt í lukkupottinn og fékk frí um jólin og við bókuðum flugin í hvelli, ég kem 13. desember og Ágúst 21., förum svo saman hjem igen 29. des. Það verður ábyggilega mikið stuð á Íslandi því þær systur Selma og Vala ætla að halda uppi fjöri og passa litla frænda sinn
. Ég nota að sjálfsögðu ferðina og spila á Jólasöngvunum með Kór Langholtskirkju og í miðnæturmessu á aðfangadagskvöld að ævafornum sið.
Og svo erum við barasta líka á heimleið í nóvember að halda orgeltónleika, Jónsi heimtaði "hjóna-orgeltónleika" en spurning hvort náist að þjálfa Ágúst Ísleif svo þetta geti orðið fjölskyldutónleikar . 9. nóvember kl. 20, setja það í dagbækurnar.
Svo er reyndar best að ég fari að drösla okkur mæðginum niður í bæ að undirbúa sosum eins og tvö brúðkaup í Klosterkirken á morgun, ég er gjörsamlega að raða inn giggunum (bíddunúvið er ég ekki í fæðingarorlofi?).
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.9.2008 | 14:13
Stundum kemur slóðaskapurinn í bakið á manni
en stundum kemur hann líka bara beint in jor feis. Ágúst var búinn að biðja mig um að finna frambrettið á hjólið mitt (hann notaði það þangað til ég púslaði hans saman fyrir skemmstu) en ég var of löt til að leita almennilega. Svo ákvað ég að besta leiðin til að svæfa drenginn og skemmta sjálfri mér í leiðinni væri að fara í laaaangan hjólatúr, en það kom steypiregn, og vatnið óx og óx. Ekkert bretti - bunan í andlitið. Og sofnaði drengurinn? Jújú, eftir 51 mínútu. Og vaknaði þegar við komum heim 10 mínútum síðar aaaaaaarrrrrggggg.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.9.2008 | 20:05
Foreldraeðlið lætur ekki að sér hæða
Einu sinni þegar Selma var oggupons kom Elín stormandi út af baðherberginu að springa úr stolti með eyrnapinna: "Viltu sjá!"
Ég skildi ekki hvað var svona heillandi við eyrnamerg litlu frænkunnar (hélt reyndar fyrst að uppruninn væri í eyrum systur minnar, sá misskilningur var leiðréttur), en nú hef ég séð ljósið. Ég var nefnilega þvílíkt lukkuleg þegar ég skóf í fyrsta sinn úr eyrum Ágústar Ísleifs, alveg í skýjunum yfir "dugnaðinum" í framleiðslunni. Mér finnst nefnilega allt æðisleg sem viðkemur syninum. "Nei sko þetta líka fína kusk milli tánna, mikið er það yndislegt". Og feitukallaroparnir og önnur búkhljóð hljóma að sjálfsögðu eins og englasöngur í mínum eyrum. Svo ekki sé minnst á hrósin sem drengurinn fær fyrir afköstin þegar er skipt á bleiu...
Svona er náttúran klók að sjá til þess að foreldrarnir nenni örugglega að hugsa um barnið sitt
En stundum er maður svolítið mæðulegur þrátt fyrir góða umönnun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.9.2008 | 21:16
Messimess, skoppiskopp, hjólihjól
Brá mér til Árósa að spila messuna góðu í gær, tók tvo Ágústa með, annan sísvangan mömmustrák og hinn til að passa þennan sísvanga. Spilaði eins og ég hefði aldrei gert annað en að spila í dönskum messum, ekkert svo agalegt að spila á útlensku.
Síðan vorum við komin í svo góðan hákristilegan gír að Ágúst tók fram tvöfaldan disk með gregorssöng sem hljómaði meira og minna restina af deginum nema rétt á meðan við horfðum á dásamlega steikta grínmynd um mexíkóskan munk (hljómar illa...), Nacho Libre.
Sem minnir mig á það, einhvern veginn tókst mér að steingleyma að taka mynd af Ágústi í munkakufli, nebla af því að Horsens er aðalpleisið þá var heilmikil miðaldahátíð um helgina og karlaraddirnar úr kór Klausturkirkjunnar (sem Ágúst er í) fóru á kostum sem miðaldamunkar i gregorssöng. Bærinn var troooðfullur af fólki alla helgina, skemmtidagskrá og sölubásar og allir klæddir í miðaldaföt. Hátíðin er árviss viðburður og greinilega margir búnir að koma sér upp viðeigandi galla.
Dagskráin hjá okkur mæðginum verður sífellt stífari, byrjuðum í mor/barn leikfimissprikli í morgun. Það fer þannig fram að Ágúst Ísleifur liggur á gólfinu og spriklar eins og hann er vanur, en ég spriklaði eftur settum leikfimisreglum. Stráksi fékk reyndar að liggja á fína leikteppinu hjá vinkonu sinni Steindísi Elínu og þau gerðu heiðarlegar tilraunir til að sparka og pota í hvort annað (aðallega SE, hún er nefnilega stærri). Síðan gerðu smábörnin æfingar á boltum meðan mömmurnar hvíldu sig (já jæja verð að viðurkenna að börnin þurftu smá hjálp).
Ég er alltaf með stórkostlega stærðarkomplexa fyrir hönd sonar míns og ég var stórkostlega montin að ÁÍ skyldi ekki vera minnstur í leikfiminni! En síðan er æsispennandi, var að fá bréf um mödregruppe sem heimsóknarhjúkkurnar sjá um að planta manni í, og minns er barasta elstur! Mjög spennandi hvort hann verði stærstur...
Síðan get ég ekki hætt að dásama nýja hjólavagninn, geggjað að komast út að hjóla með Ágúst Ísleif í eftirdragi og dásamlega fljótlegt og þægilegt að komast á milli staða. Og það fer svo vel um hann liggjandi í bílstólnum góða að ég læt mér ekki detta í hug að hafa samviskubit þegar ég prófa að fara í lengri túra með hann . Búið að koma inn svo miklum ergónómískum fræðum hjá mér, óhollt að sitja lengi í keng í bílstól etc.
Bloggar | Breytt 2.9.2008 kl. 13:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.8.2008 | 08:09
Allt að gerast hjá litla kút!
Ég fór loksins á fimmtudaginn og fjárfesti í hjólavagni, skaust til Árósa að sækja hann og í leiðinni snilldarbílstól til að hafa í honum. Hér er Ágúst Ísleifur að máta:
Flotti bílstóllinn / legubekkurinn fyllir nú eiginlega allan tveggja-barna-vagninn, ég kippti bara barnasætunum úr og festi stólinn með strekkbandi úr byggingavörubúðinni sem ég smeygi í bílbeltisfestingarnar.
Fyrsti hjólatúrinn var svo á sundæfingu í gær:
Við byrjuðum á baksundtökunum:
Annars veit ég ekki hvort ég á að hlæja eða gráta yfir því að óléttubikiníið skuli passa svona vel...
En svo veit ég ekkert hvað ég var að hugsa þegar ég tók að mér að spila messu í Árósum á morgun! Örf, ég veit ekki einu sinni hvernig ég ætla að fara þangað... (Messan er í Ellevang kirke, mar hefur nú aldeilis sungið þar og gott ef ekki spilað í einhverri kórferðinni). Best ég fari að redda mér nótum og jafnvel bíl
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
27.8.2008 | 13:26
Lahahahangbesta súkkulaðikakan og lahahahangflottustu feðgarnir
Stráksi sprækur aftur eins og sést:
Og súkkulaðikakan góða frá Elínu:
Skúffukaka
175 g lint smjör
2 egg
4 ½ dl sykur
4 ½ dl hveiti
1 dl dökkt kakó
2 dl súrmjólk
1 ½ dl kalt vatn
1 tsk salt
3 tsk vanillusykur
1 tsk matarsódi
½ tsk lyftiduft
Allt sett í skál og þeytt saman í hrærivél. Bakað í smurðri skúffu í miðjum ofni í 20 til 30 mínútur við 200 gráðu yfir- og undirhita.
Krem
100 g brætt smjör
250 g flórsykur (ca. 6 dl)
1 bolli expresso
3 ½ msk dökkt kakó
Kaffi og kakói hrært saman við smjörið og flórsykurinn og þynnt með vatni ef þurfa þykir. Kreminu smurt á kökuna og skreytt með kókosmjöli, skrautsykri eða því sem hentar hverju tilefni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
25.8.2008 | 12:59
Litli kútur lasinn og langömmuafmæli
Ágúst Ísleifur virðist hafa nælt sér í einhvers konar gubbupest , kastaði heil ósköp upp í nótt og mamman þorði varla að sofna, síðan hefur bara komið ein gusa eftir morgunmatinn og við vonum að þetta sé búið. Við mæðgin kúrum bara uppí rúmi og litli Ísleifur sefur og sefur.
En langamma Ágústar Ísleifs (amma í Barmahlíð / Lára amma) er í fínu formi og 95 ára í dag. Það verður afmæliskaffi á Hrafnistu og hún fær ljómandi fallega mynd í ramma í afmælisgjöf frá fjölskyldunni í Lindeparken, getiði hver er á myndinni...
Hér erum við Lárurnar, ég sem Kolbeinn ungi held ég (úr Þórðar sögu Kakala, áhrif frá Hauki bró)
Ég hafði ekki neitt sérstaklega gaman af þessum myndatökum.
Amma fylgdist alltaf grannt með tónlistarferlinum, hún og pabbi kenndu okkur systkininum fyrstu lögin á píanóið og amma gamla spilar enn sjálf á gamla píanóið úr Fögrubrekkunni þar sem það stendur í herberginu hennar á Hrafnistu. Seinni myndin er frá burtfararprófstónleikunum mínum frá Söngskólanum 2004, amma lék við hvurn sinn fingur og hélt þrusuræðu!
Svo í kaupbæti tvær myndir með ömmu á Brún sem lést fyrir bráðum átta árum, hætti aldrei að sakna hennar. Ég er í uppáhaldsjogginggallanum á báðum myndum...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.8.2008 | 16:20
Grrr... netleysi
Netfyrirtækið okkar heitir cybercity, aka cybershitty, seinómor. Viðvarandi netleysi síðan á mánudag og símaleysi framan af. Komið nokkurn veginn í lag, en samt ekki arrrg.
Fátt fréttnæmt á heimilinu, síðasta afrekið var að mála skápana á ganginum að innan og Ágúst sagaði niður hillur inn í þá.
Ágúst Ísleifur verður bara meiri hlunkur með hverjum deginum og að sjálfsögðu sífellt hæfileikaríkari. Hann er farinn að undirbúa orgelæfingarnar með píanóæfingum.
Síðan er ég líka búin að skrá hann á sundæfingar (í halakörtuliðið), sé nú fram á að þurfa að fylgja honum til að byrja með þangað til hann verður sjálfstæðari.
Og fyrir þá sem höfðu áhyggjur af týnda prjónasokknum, þá er hann fundinn í bílnum hjá Erlu Elínu og verður fluttur til Danmerkur í bílnum í lok mánaðarins, loksins verður stráksa aftur hlýtt á fótunum.
Að lokum til gamans: hárklippistofan við hliðina á kirkjugarðinum hinum megin við götuna heitir Final Cut mwahahaha.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.8.2008 | 12:23
Brjálað stuð!
Nóhóhóg að gera í Lindeparken þessa dagana! Tókum sem fyrr segir tengdapabba með út og hann fær aldeilis að vinna fyrir matnum sínum . Komið parket og málning á svefnherbergið og ganginn og núna er baðinnréttingin að fara að galdrast upp. Fengum líka liðsauka þegar Hallvegi systir Ágústar hoppaði upp í lestina frá Belgíu og var hjá okkur í nokkra daga. Heimilið er reyndar algjörlega í rúst, hálfsamsettar innréttingar og parketbútar út um allt ásamt almennu drasli púff. Bættist líka svo mikið inn á heimilið þegar við fórum í svakalegustu IKEA-ferð sem um getur til Árósa. Einhvern veginn tókst okkur að komast heim á einum (bílaleigu-)bíl með þrjá Ágústa, eina mömmu, svefnsófa, baðinnréttingu og heeeellling til viðbótar. Segi ekki að það hafi farið vel um mig með annað lærið klemmt utan í bílstól og hitt í borðplötunni á innréttinguna.
Smá sýnishorn af því hvað allir eru duglegir:
Ég hef farið á kostum við að hjóla heim með það sem vantar, skrýtnasta hugmyndin var kannski að kaupa vask í hinum enda bæjarins og hjóla heim með hann á bakinu á racernum (í hellirigningu), líka dáldið gaman að hjóla heim með gólflista (búin að skipta um föt og líka búið að stytta upp)
En aðalmaðurinn á heimilinu er að sjálfsögðu Ágúst Ísleifur, og það fer umtalsverður tími í að sinna honum, þó að sem betur fer verði hann syfjaður og leggi sig inn á milli... (Hallveig frænka tók þessar flottu myndir)
Svo hefur hann líka náð talsverðri færni á leikteppinu.
Hann fer líka á kostum í nýja baðbalanum (úr IKEA að sjálfsögðu)
En nú er svangur drengur farinn að kalla á mömmu sína, yfir og út.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
9.8.2008 | 08:12
Fréttaveitan
er ekki alveg að standa sig þessa dagana. Best að glósa bara nokkra hápunkta meðan Ágúst Ísleifur leikur sér á leikteppinu.
- Fórum til Íslands, ferðin gekk vel
- Höfðum það gott á Íslandi og hittum alls konar fólk
- Ágúst Ísleifur var skírður í beinni útsendingu í útvarpsmessu í Hallgrímskirkju
- Skemmtileg skírnarveisla og fullt af fallegum gjöfum
- Skruppum austur í Fljótshlíðina að sýna syninum sumarbústaðinn
- Gistum í sumarbústaðnum hjá afa Ágústi í Borgarfirðinum um verslunarmannahelgina
- Tókum hátt í 100 kg af farangri með til Danmerkur, eins gott að afi Ágúst flaug með
- Tékkuðum inn Ágúst Ágústsson, Ágúst Ágústsson, Ágúst Ágústsson og svo mig
- Ágústi Ísleifi finnst æðislegt að fara í bað og við bíðum spennt eftir að prófa nýja stóra balann
- Kappinn er orðinn 3.9 kg og heilir 55 sentimetrar
- Minnstu samfellurnar eru orðnar of litlar
- Mögnuð IKEA-ferð í gær
- Afi ætlar að leggja parket á svefnherbergið í dag
Og ein "gömul" mynd, Ágúst Ísleifur er nú ekki svona lítill lengur, en þarna er hann í nýju fínu buxunum frá Halldóru og flottu sandölunum frá Arnbjörgu!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)